Um síðustu helgi tók ég eftir að hænsnin voru öll í felum og það heyrðist ekki píp í þeim. Þegar ég kom nær sá ég ástæðuna. Ég fann fullt af fjöðrum og í miðjunni lá dauður silkihani.

Um daginn bættust í búið fjórar aligæsir. Mikið er gaman að sjá hvað þær eru ólíkar hænunum. Þær eru náttúrulega miklu stærri og allar hreyfingar eru hægari. Svo vilja gæsir helst alltaf vera úti. Þær fara ekki inn í kofann sinn þegar dimmir. Ennþá síður sofa þær á priki!

Í hitteðfyrra áskotnaðist mér rennibekkur. Í námi mínu sem vélvirki var rennismíði algengust. Við smíðuðum íhluti í járnbrautarvagna, allt upp í hjól. Það eru um fjörtíu ár síðan ég hef haft aðgang að rennibekk.

Nú eru tvær landnámshænur að reyna að liggja á. Ég segi reyna vegna þess að það er ekki sjálfgefið að það takist hjá þeim. Fuglar eru mis-góðir í þáttum foreldrahlutverks. Sumir eru góðir uppalendur en lélegir áliggjarar eða öfugt. Svo er líka alltaf spurning hversu mikinn frið hænurnar fá frá hinum fuglunum í kofanum. Oft vilja hinar endilega verpa í sama kassann og þar sem ein liggur á þó að við hliðina séu fimm tómir kósy kassar. Þær eru oft ótrúlega þrjóskar. 

Page 1 of 4